Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur staðfest að hún muni, ásamt utanríkisráðherra Ísraels, Tzipi Livni, skrifa undir samkomulag um aðgerðir til að koma í veg fyrir smygl yfir á Gaza til þess að auka líkur á að vopnahlé komist á.
Er ætlunin að koma í veg fyrir vopnasmygl til Hamas-liða svo hægt verði að binda endi á átökin á Gaza. Með samkomulaginu vonast Ísraelar til þess að Hamas takist ekki að endurvopnast. Talið er að 1.100 Palestínumenn séu látnir í árásum Ísraela sem hafa staðið linnulaust frá 27. desember. Þrettán Ísraelar hafa látist, þar af fjórir eftir eldflaugaárásir á Ísrael.