Annar hreyfillinn fundinn

Árekstur við gæsahóp kann að hafa valdið slysinu.
Árekstur við gæsahóp kann að hafa valdið slysinu. Reuters

Búið er að finna annan hreyfil Airbus þotunnar sem brotlenti með rúmlega 150 manns í Hudson ánni  í New York á fimmtudag. Allir um borð komust lífs af og var bjargað skömmu eftir nauðlendinguna.  

Talið var að hreyfillinn væri einhvers staðar í ánni, en hann reyndist hins vegar enn vera fastur við þotuna.

Mikill ís er á ánni og gerir hann björgunarmönnum erfitt um vik en kafarar hafa notað hljóðsjá til að leita að vélarhlutum þotunnar.

Fyrstu kenningar eru að árekstur þotunnar við gæsahóp, stuttu eftir að hún tók á loft frá LaGuardia flugvelli, hafi ollið slokknaði á hreyflum hennar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert