Ólík viðbrögð í nauðlendingu

00:00
00:00

Viðbrögð farþeg­anna í þot­unni sem nauðlenti á Hudso­nánni í New York á fimmtu­dag voru af ýms­um toga. Sum­ir æptu, aðrir grúfðu höfuð milli hnjánna, marg­ir báðu. En aðeins einn gerði það sem fólk á að gera: hann las leiðbein­ing­arn­ar á ör­ygg­is­spjald­inu um neyðardyrn­ar.

 Sum­ir sýndu ridd­ara­lega fram­komu en aðrir beittu óspart oln­bog­un­um til að ryðjast út um dyrn­ar þegar þær voru opnaðar, að sögn The New York Times. Kona í loðfeldi bað mann um að fara aft­ur inn í vél­ina og ná þar í pen­inga­veskið sitt sem hafði orðið eft­ir en þá var þotan þegar far­in að sökkva hægt og ró­lega í ána. Móðir með 9 mánaða barn sitt varð að klifra með barnið yfir sæt­is­bök vegna fáts sem koma á marga og óskipu­legs troðnings­ins. Karl­maður kom henni loks til hjálp­ar.

Nauðlend­ing flug­stjór­ans Ches­leys Sul­len­ber­gers þykir hafa tek­ist af­burða vel og er hann hyllt­ur sem hetja fyr­ir snar­ræðið og hug­rekkið. Hann er 57 ára gamll og þrautþjálfaður enda var hann flugmaður í hern­um í 29 ár. Mest­ur vand­inn er að tryggja að vél­ar­vana þotan lendi með rétt­um halla á vatn­inu og það mun hafa tek­ist frá­bær­lega vel.

Einnig er hann dáður fyr­ir að fara tvær ferðir um alla vél­ina þegar búið var að bjarga fólk­inu út, hann vildi tryggja að eng­inn væri eft­ir áður en hann fór loks sjálf­ur í björg­un­ar­skip. Kunn­áttu­menn draga ekki úr hrós­inu en sum­ir benda á að Sul­len­ber­ger hafi líka haft heppn­ina með sér, hana megi ekki skorta við aðstæður af þessu tagi.

 Get er ráð fyr­ir að flak Air­bus-A320 þot­unn­ar verði  híft upp úr ánni og það flutt á flug­völl þar sem rann­sókn­ar­menn munu skoða það vand­lega. Vilja menn kom­ast að raun um það hvort rétt sé að hóp­ur fugla á LaGu­ar­dia-velli hafi lent í hreyfl­un­um og þeir því stöðvast. Kafar­ar leituðu enn að hreyfl­un­um í morg­un á ár­botn­in­um.

Stór krani á pramma við flak Airbus-þotunnar í New York …
Stór krani á pramma við flak Air­bus-þot­unn­ar í New York í dag. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert