Sarkozy til Jerúsalem

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. HO

Nicolas Sar­kozy Frakk­lands­for­seti hitt­ir Ehud Ol­mert, for­sæt­is­ráðherra Ísra­el, í Jerúsalem að lokn­um fundi um Gaza-deil­una sem hann mun stýra ásamt Hosni Mubarak, for­seta Egypta­lands, í Sharm el-Sheikh.  

Tals­menn frönsku for­seta­skrif­stof­unn­ar segja Sar­kozy hafa verið boðið að leiða þenn­an alþjóðlega fund ásamt Mubarak, en gert er ráð fyr­ir að  meðal þeirra sem hann sitja verði Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands og Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Breta. 

Bú­ist er við að ísra­els stjórn­völd til­kynni um vopna­hlé á Gaza-svæðinu nú í kvöld

Þá for­dæmdi Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna  í dag árás Ísra­els­hers á skóla sem Sam­einuðu þjóðirn­ar reka á Gaza-svæðinu. Tveir lét­ust í árás­inni og tug­ur manna særðist.

„Enn einn skóli Sam­einuðu þjóðanna varð fyr­ir árás Ísra­els­hers í dag,“ sagði Ban á frétta­manna­fundi í Beirut, nokkr­um tím­um eft­ir árás­ina á skól­ann í bæn­um Beit Lahiya á norður­hluta Gaza þar sem um1.600 manns höfðu leitað skjóls.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert