Sarkozy til Jerúsalem

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.
Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. HO

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti hittir Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael, í Jerúsalem að loknum fundi um Gaza-deiluna sem hann mun stýra ásamt Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, í Sharm el-Sheikh.  

Talsmenn frönsku forsetaskrifstofunnar segja Sarkozy hafa verið boðið að leiða þennan alþjóðlega fund ásamt Mubarak, en gert er ráð fyrir að  meðal þeirra sem hann sitja verði Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Gordon Brown, forsætisráðherra Breta. 

Búist er við að ísraels stjórnvöld tilkynni um vopnahlé á Gaza-svæðinu nú í kvöld

Þá fordæmdi Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna  í dag árás Ísraelshers á skóla sem Sameinuðu þjóðirnar reka á Gaza-svæðinu. Tveir létust í árásinni og tugur manna særðist.

„Enn einn skóli Sameinuðu þjóðanna varð fyrir árás Ísraelshers í dag,“ sagði Ban á fréttamannafundi í Beirut, nokkrum tímum eftir árásina á skólann í bænum Beit Lahiya á norðurhluta Gaza þar sem um1.600 manns höfðu leitað skjóls.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert