Arabaleiðtogar kalla eftir friði

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sátu ráðstefnuna …
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sátu ráðstefnuna í Sharm el-Sheik í dag. AP

Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, Abdullah, konungur Jordaníu, og Amr Moussa, leiðtogi Arababandalagsins, kalla eftir því að bundinn verði á átök Araba og Ísraela á þessu ári. Þetta kom fram á við lok ráðstefnu sem fór fram í Egyptalandi í dag, en þar voru átökin á Gaza til umræðu.

„Ég vona að á árinu 2009 verði bundinn endi á öll þessi átök,“ sagði Mubarak og tók undir orð Abdullah og Mussa við lok ráðstefnunnar í Sharm el-Sheikh.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert