CDU hélt velli í Hessen

Roland Koch (t.v.) og samstarfsmaður hans i flokki Frjálslyndra demókrata, …
Roland Koch (t.v.) og samstarfsmaður hans i flokki Frjálslyndra demókrata, Jörg-Uwe Hahn. Reuters

Flokk­ur Ang­elu Merkel, kansl­ara í Þýskalandi, Kristi­leg­ir demó­krat­ar (CDU), bætti ör­litlu við sig í þing­kosn­ing­um sem fram fóru í sam­bands­rík­inu Hessen í dag. Sam­starfs­flokk­ur þeirra í Hessen, Frjáls­ir demó­krat­ar, vann mik­inn sig­ur en jafnaðar­menn guldu af­hroð.

 Talið er víst að CDU-maður­inn Roland Koch for­sæt­is­ráðherra myndi á ný stjórn með Frjáls­um demó­kröt­um. Jafnaðar­menn sem eru í stjórn í Þýskalandi með Merkel, fengu nú 23,7% en voru síðast með 36,7%. Er þetta versta út­koma flokks­ins frá seinni heims­styrj­öld. Leiðtogi jafnaðarmanna í Hessen, Andrea Ypsil­anti, sagði þegar af sér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert