Fogh vill hitta Obama

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana og George Bush, forseti Bandaríkjanna …
Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana og George Bush, forseti Bandaríkjanna náðu einkar vel saman. Reuters

Starfsfólk dönsku utanríkisþjónustunnar vinnur nú að því hörðum höndum að tryggja að Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, nái að funda með Barak Obama, tilvonandi forseta Bandaríkjanna, jafn fljótt og auðið er.  

Að sögn Berlingske Tidende leita starfsmenn utanríkis- og forsætisráðuneytis nú allra leiða til að koma á fundi svo hægt sé að sanna að Fogh, sem náði einkar góðu sambandi við George W. Bush Bandaríkjaforseta, geti ekki síður unnið vel með Obama.

„Fogh verður að hitta Obama fljótlega til að sýna að forsætisráðherrann hefur ekki skaðað stöðu Dana með einstöku sambandi sínu við Bush.  Ef Fogh reynist erfitt að ná fundi hans fljótlega þá mun það skaða stöðu forsætisráðherrans á lofslagsráðstefnunni og að sjálfsögðu hafa áhrif á stöðu hans í stjórnmálum hér heima,“ hefur blaðið eftir dönskum diplómata.  

Ekki er talið að forsætisráðherrann geti beðið fram á haustið en þá eru góðar líkur á að Obama komi í tvígang til Kaupmannahafnar, fundurinn þarf helst að eiga sér stað á allra næstu mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert