Ísraelsher yfirgefur Gazaborg

Að sögn sjónvarvotta eru Ísraelar byrjaðir að draga herlið sitt frá hernaðarlega mikilvægum stöðum í Gazaborg, en bæði Ísraelsstjórn og Hamas-samtökin hafa lýst einhliða yfir vopnahléi á svæðinu.

Ísraelskir hermenn stefna nú í áttina að landamærunum fyrir austan og norðan Gaza.

Ísraelsk sjónvarpsstöð hefur sýnt myndir af hermönnum yfirgefa svæði. Margir þeirra sjást bera fána og sýna sigurmerkið með fingrunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert