Mussa Abu Marzug, næstæðsti leiðtogi Hamas-samtakanna, hefur lýst yfir vikulöngu vopnahléi á Gaza. Hann segir að Ísraelar fái þennan frest til að kalla herinn burt frá svæðinu. Þetta kom fram í ræðu sem var sýnd í sýrlenska ríkissjónvarpinu. Abu Marzug hefur verið í útlegð frá Gaza.
Hann segir að Ísraelum hafi mistekist að setja Hamas-liðum skilyrði fyrir vopnahléi. „Við í andspyrnuhreyfingu Palestínu lýsum yfir vopnahléi á Gaza og krefjust þess að óvinaherinn verði kallaður burt innan viku, og að öll landamæri verði opnuð svo hægt verði að flytja inn hjálpargögn og nauðsynjavörur,“ segir Abu Marzuq.