Hamas lýsir yfir vikulöngu vopnahléi

Mussa Abu Marzug, næstæðsti leiðtogi Hamas-samtakanna, hefur lýst yfir vikulöngu vopnahléi á Gaza. Hann segir að Ísraelar fái þennan frest til að kalla herinn burt frá svæðinu. Þetta kom fram í ræðu sem var sýnd í sýrlenska ríkissjónvarpinu. Abu Marzug hefur verið í útlegð frá Gaza.

Hann segir að Ísraelum hafi mistekist að setja Hamas-liðum skilyrði fyrir vopnahléi. „Við í andspyrnuhreyfingu Palestínu lýsum yfir vopnahléi á Gaza og krefjust þess að óvinaherinn verði kallaður burt innan viku, og að öll landamæri verði opnuð svo hægt verði að flytja inn hjálpargögn og nauðsynjavörur,“ segir Abu Marzuq.

Gríðarleg eyðilegging hefur orðið á Gaza.
Gríðarleg eyðilegging hefur orðið á Gaza. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert