Obama hylltur í Washington

Barack og Michelle Obama fyrir framan Lincoln-minnisvarðann í Washington í …
Barack og Michelle Obama fyrir framan Lincoln-minnisvarðann í Washington í dag. Reuters

Íbúar Washington hafa tekið vel á móti Barack Obama, sem sver embættiseið sem 44. forseti Bandaríkjanna á þriðjudag, en hann kom til borgarinnar í dag. Tónlistarmenn og stjörnur á borð við U2, Bruce Springsteen og Beyonce taka nú lagið fyrir framan Lincoln-minnisvarðann þar sem Obama er hylltur.

Fyrr í dag lagði Obama blómsveig við Gröf hinna óþekktu í Virginíu til að minnast fallinna hermanna.  Hann lagði hönd á hjarta þegar hann var í þjóðargrafreitnum í Arlington.

Stjörnur á borð við Stevie Wonder, Usher, Mary J. Blige og Sheryl Crow munu einnig taka lagið í dag. Búist er við að um hálf milljón manna muni taka þátt í hátíðarhöldunum.

Bandaríski leikarinn Tom Hanks ávarpaði viðstadda.
Bandaríski leikarinn Tom Hanks ávarpaði viðstadda. Reuters
Bruce Springsteen tók lagið.
Bruce Springsteen tók lagið. Reuters
Talið er að um hálf milljón manns muni taka þátt …
Talið er að um hálf milljón manns muni taka þátt í hátíðarhöldunum í dag. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert