Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að hann vilji kalla alla hermenn heim frá Gaza eins fljótt og auðið sé, en Ísraelar og Hamas-liðar hafa lýst yfir vopnahléi á svæðinu.
„Við höfum engan áhuga á því að dvelja á Gaza. Við viljum yfirgefa svæðið eins fljótt og auðið er,“ sagði Olmert við hóp evrópskra leiðtoga, sem heimsóttu Jerúsalem í dag. Þeir voru allir viðstaddir ráðstefnu um málefni Gaza í Egyptalandi fyrr í dag.
Ísraelskar fallbyssur þögnuðu á Gaza fyrr í dag. Þá lýstu Hamas-samtökin yfir vikulöngu vopnahléi og kröfðust þess að Ísraelsher yfirgef Gaza innan tímarammans. Auk þess krefjast samtökin að öll landamæri verið opnuð á nýjan leik.