Ræningjar, sem brutust inn í íbúð eldri konu í Wales, sneru páfagauknum hennar úr hálslið þegar hún neitaði að afhenda þeim peninga.
Lögreglan í Suður-Wales segir að mennirnir hafi jafnframt hótað að berja konuna , sem er 78 ára gömul, með göngustafnum hennar. Þeir ýttu henni í stólinn sinn og læstu hana inni.
Ræningjarnir komust undan með um 150 pund meðferðis. Þeir brutust inn í íbúðina á meðan konan var að horfa á sjónvarpið á heimili sínu í borginni Cardiff.
Lögreglan segir að fuglinn sem drapst hafi verið sálufélagi konunnar.
Ræningjarnir heimtuðu 100 pund en konan neitaði að afhenda þeim féð með fyrrgreindum afleiðingum.