Skoðuðu kjarnaodda Norður-Kóreumanna

Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu. Reuters

Sendisveit frá Suður-Kóreu hefur heimsótt stærstu kjarnorkuvinnslustöðu Norður-Kóreumanna til að ræða kaup á ónotuðum kjarnaoddum og er það hluti samninga sem gerðir voru vegna deilna Norður-Kóreu við Bandaríkin, Japan og fleiri ríki vegna kjarnorkuáætlunar kommúnistastjórnar Kim Jong-ils.

Heimsótti suður-kóreanska sendisveitin geymslur fyrir ónotaða kjarnaodda og aðra aðstöðu vinnslustöðvarinnar á föstudag, að því að AFP-fréttastofan hefur eftir talsmanni forsetaskrifstofu Suður-Kóreu.  Viðræður eru þá sagðar ganga vel en sendisveitin mun dvelja í Pyongyang fram á mánudag.

Norður-Kórea hefur tilkynnt um 14.000 ónotaða kjarnaodda, en eyðilegging mögulegra kjarnavopna er hluti samningsins. Hwang Joon-Kook, sem fer fyrir suður-kóresku sendisveitinni, tilkynnti hins vegar í síðustu viku að sveitin myndi kynna sér „tæknilega og fjárhagslegar“ hliðar þess að kaupa kjarnaoddana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert