Frá Gasa fyrir embættistöku Obama

Skóm hent í myndir af George W. Bush Bandaríkjaforseta og …
Skóm hent í myndir af George W. Bush Bandaríkjaforseta og Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, í Karachi í Pakistan í gær. AP

Ísraelar stefna að því að allar hersveitir þeirra yfirgefi Gasasvæðið sem fyrst og helst fyrir embættistöku Baracks Obama, næsta forseta Bandaríkjanna á morgun. Þetta kemur fram á fréttavef CNN.

Embættismaður innan ísraelska utanríkisráðuneytisins, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að stefnt sé að þessu en ekki sé þó enn ljóst hvort af því geti orðið. Mark Regev, talsmaður Ísraelsstjórnar sagði í gær að það væri spurning m daga en ekki vikur hvenær allt lið Ísraela yrði farið frá Gasasvæðinu.

Ísraelar lýstu yfir einhliða vopnahléi á svæðinu á laugardag eftir þriggja vikna hernaðaraðgerðir þar sem hafa kostað um 1200 Palestínumenn lífið.Obama hefur heitið því að taka málefni Miðausturlanda föstum tökum eftir að hann tekur við embætti en hann hefur sætt nokkurri gagnrýni fyrir það að undanförnu að tjá sig ekki um hernað Ísraela.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert