Rússar og Úkraínumenn hafa undirritað gassamkomulag og segja forsætisráðherrar landanna að með þessu hafi gasdeilan verið til lykta leidd. Samningurinn er til 10 ára.
Rússar segjast hafa fyrirskipað orkurisanum Gazprom að hefja gasflutning til Úkraínu og Evrópu.
Evrópusambandið hefur sagt að neyðarástandið muni aðeins lagast þegar gasið fer að flæða með eðlilegum hætti á nýjan leik.
Milljónir Evrópubúa, sem treysta á gas til kyndingar, hafa verið án hita vegna deilunnar, sem hófst 1. janúar sl.