Gríðarleg eyðilegging á Gaza

Eyðileggingin sem hefur orðið á Gaza er sífellt að koma betur í ljós. Átökin stóðu yfir í þrjár vikur og á þeim tíma vörpuðu Ísraelar sprengjum yfir svæðið nær linnulaust. Í gær lýstu bæði Ísraelar og Hamas yfir vopnahléi.

John Ging, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir að um 500.000 íbúar hafi verið án vatns frá því átökin hófust í lok desember. Þá séu mjög margir án rafmagns.

Um fjögur þúsund heimili hafa verið lögð í rúst og tugir þúsunda eru nú á vergangi.

Að sögn Barnahjálpar SÞ (UNICEF) þurfa fjölmörg börn á sálrænni aðstoð að halda í kjölfar átakanna, enda ljóst að mörg þeirra hafa orðið vitni að hryllingi auk þess sem þau hafa þurft að búa við stanslausan ótta.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert