Gríðarleg eyðilegging á Gaza

00:00
00:00

Eyðilegg­ing­in sem hef­ur orðið á Gaza er sí­fellt að koma bet­ur í ljós. Átök­in stóðu yfir í þrjár vik­ur og á þeim tíma vörpuðu Ísra­el­ar sprengj­um yfir svæðið nær linnu­laust. Í gær lýstu bæði Ísra­el­ar og Ham­as yfir vopna­hléi.

John Ging, sendi­full­trúi Sam­einuðu þjóðanna, seg­ir að um 500.000 íbú­ar hafi verið án vatns frá því átök­in hóf­ust í lok des­em­ber. Þá séu mjög marg­ir án raf­magns.

Um fjög­ur þúsund heim­ili hafa verið lögð í rúst og tug­ir þúsunda eru nú á ver­gangi.

Að sögn Barna­hjálp­ar SÞ (UNICEF) þurfa fjöl­mörg börn á sál­rænni aðstoð að halda í kjöl­far átak­anna, enda ljóst að mörg þeirra hafa orðið vitni að hryll­ingi auk þess sem þau hafa þurft að búa við stans­laus­an ótta.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert