Barack Obama sver embættiseið í Washington sem 44. forseti Bandaríkjanna á morgun. Gríðarleg öryggisgæsla verður í borginni, og ljóst er að aldrei í sögu Bandaríkjanna hefur verið jafn mikil gæsla í kringum einn mann.
Þeir sem hafa yfirumsjón með öryggismálunum vilja ekkert gefa upp um það hvort hvort gæslan í kringum embættistökuna í ár hafi verið efld til muna sökum þess að forsetanum verðandi hafa borist margar morðhótanir.
Talið er að um fimm milljónir manna muni heimsækja borgina til að vera viðstaddir athöfnina á morgun. Gæslan beinist ekki síður að því að vernda öryggi borgaranna.