Gríðarleg öryggisgæsla

00:00
00:00

Barack Obama sver embættiseið í Washingt­on sem 44. for­seti Banda­ríkj­anna á morg­un. Gríðarleg ör­ygg­is­gæsla verður í borg­inni, og ljóst er að aldrei í sögu Banda­ríkj­anna hef­ur verið jafn mik­il gæsla í kring­um einn mann.

Þeir sem hafa yf­ir­um­sjón með ör­ygg­is­mál­un­um vilja ekk­ert gefa upp um það hvort hvort gæsl­an í kring­um embættis­tök­una í ár hafi verið efld til muna sök­um þess að for­set­an­um verðandi hafa borist marg­ar morðhót­an­ir. 

Talið er að um fimm millj­ón­ir manna muni heim­sækja borg­ina til að vera viðstadd­ir at­höfn­ina á morg­un. Gæsl­an bein­ist ekki síður að því að vernda ör­yggi borg­ar­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert