Livni: Nú vita þeir hvað við gerum

Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn …
Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, tókst ekki að mynda nýja ríkisstjórn er hún reyndi það í haust. Reuters

Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels og formaður Kadima flokksins, hótaði því í morgun að hefji Hamas-samtökin flugskeytaárásir yfir landamærin til Ísraels að nýju muni Ísraelar ráðast í hernaðaraðgerðir gegn herskáum Palestínumönnum á Gasavæðinu. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz.

„Skjóti Hamas Qassam flugskeytum að Ísrael, munu samtökin verða brotin á bak aftur að nýju, eins og gert var nú og það vita þeir,” sagði hún

„Þeir vita núna hvað Ísraelar gera þegar þeir eru skaðaðir, heimurinn veit hvað Ísraelar gera séu þeir skaðaðir og samþykkir það jafnvel. Ég tel því ekki að þeir muni taka upp á slíku aftur á næstunni."Þá sagði hún mikilvægt að Ísraelar viti hvenær þeir eigi að hefja hernaðaraðgerðir og hvenær þeir eigi að hætta þeim.

„Það er hluti þeirrar visku sem leiðtogar okkar þurfa að búa yfir. Það er ekki viturlegt að halda áfram þegar ávinningurinn er lítill og sökkva jafnvel í framhaldi af því í einhvers konar fen,” sagði hún. 

Hátt í 1.300 manns eru sagðir hafa látið lífið í þriggja vikna hernaði Ísraela á Gasasvæðinu og eru tugir þúsunda heimilislausir eftir aðgerðir þeirra. Þá eru margir íbúar svæðisins sagðir matarlitlir og án rennandi vatns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert