Íransforseti óskar Hamas til hamingju

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad.
Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad. AP

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, óskaði í dag Hamassamtökunum á Gasasvæðinu til hamingju með sigur þeirra á Ísraelsmönnum í átökunum, sem stóðu í rúmar þrjár vikur. 

„Í dag er upphaf sigursins og staðfesta mun koma honum í höfn," sagði forsetinn við Khaled Meshaal, útlægan leiðtoga Hamas. Íranska fréttastofan IRNA sagði að Ahmadinejad hefði hringt í Meshaal.

Ahmadinejad bætti við, að íslömsk ríki ættu að reyna að þrýsta á Ísrael að hörfa með her sinn frá Gasa, opna landamærastöðvar, rétta yfir glæpamönnum Síonista, slíta tengsl við Ísrael og sniðganga vörur þess og stuðingsmanna Ísraelsríkis.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert