Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, óskaði í dag Hamassamtökunum á Gasasvæðinu til hamingju með sigur þeirra á Ísraelsmönnum í átökunum, sem stóðu í rúmar þrjár vikur.
„Í dag er upphaf sigursins og staðfesta mun koma honum í höfn," sagði forsetinn við Khaled Meshaal, útlægan leiðtoga Hamas. Íranska fréttastofan IRNA sagði að Ahmadinejad hefði hringt í Meshaal.
Ahmadinejad bætti við, að íslömsk ríki ættu að reyna að þrýsta á Ísrael að hörfa með her sinn frá Gasa, opna landamærastöðvar, rétta yfir glæpamönnum Síonista, slíta tengsl við Ísrael og sniðganga vörur þess og stuðingsmanna Ísraelsríkis.