Pútín: Gazprom skipað að hefja gasflutning til Evrópu

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Reuters

Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, segir að rússneska orkurisanum Gazprom hafi verið skipað að hefja gasflutning til Evrópu í gegnum gasleiðslur í Úkraínu.

„Gazprom hefur fengið fyrirskipun um að hefja gasflutning á öllum leiðum, sem félagar okkar í Úkraínu hafa lagt til, og af fullum krafti. Fyrirtækið er reiðubúið að verða við daglegum kröfum evrópskra neytenda,“ sagði Pútín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert