George W. Bush, sem lætur af embætti Bandaríkjaforseta síðar í dag hefur samkvæmt hefð skilið eftir miða á forsetaskrifstofu sinni í Hvíta húsinu þar sem hann óskar Barack Obama, verðandi forseta velfarnaðar í starfi. Talsmenn Hvíta hússins vildu í morgun ekki tjá sig mikið um skilaboðin en sögðu Bush hafa skilið þau eftir á skrifstofunni í gær.
„Efnið er í takt við það sem hann hefur verið að segja kosninganóttinni um þann nýja kafla sem forsetaefnið Obama sé að hefja, og það að hann óski honum alls hins besta,” sagði talsmaðurinn Dana Perino.
Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, hóf hefðina er hann skrifaði skilaboð til eftirmanns síns George H.W. Bush. Skilaboðin voru skrifuð á blað merktu forsetaembættinu sem var myndskreytt með mynd af kalkúna. Á þeim miða stóð: „Ekki láta kalkúnana ná til þín.