Gífurlegt fjölmenni í Washington

Gíf­ur­legt fjöl­menni hef­ur safn­ast sam­an á svæðinu á milli Washingt­on minn­is­merk­is­ins og banda­ríska þing­húss­ins í Washingt­on, en fólkið hyggst fylgj­ast með því þegar Barack Obama sver embættiseið sem for­seti Banda­ríkj­anna. Hægt er að fylgj­ast með sjón­varps­út­send­ingu RÚV frá at­höfn­inni á mbl.is.

AP-frétta­stof­an grein­ir frá því að menn eigi erfitt með að fóta sig fyr­ir fólki í borg­inni. Neðanj­arðarlest­ir sem og gagn­stétt­ir eru þétt­setn­ar fólki.

Að sögn sam­göngu­yf­ir­valda í borg­inni hafa um 207.000 manns ferðast með sam­göngu­kerfi borg­ar­inn­ar frá því kl. 7 í morg­un að staðar­tíma (kl. 12 að ís­lensk­um). Lang­ar raðir hafa mynd­ast fyr­ir fram­an neðanj­arðarlest­ar­stöðvar. Þá eru flest bíla­stæði full og sum­um hef­ur verið lokað.

Þá hafa þúsund­ir safn­ast sam­an við Penn­sylvania Avenue, þar sem Hvíta húsið stend­ur, en þar mun skrúðgang­an ferðast.

Aldrei í sögu Banda­ríkj­anna hef­ur ör­ygg­is­gæsl­an í kring­um at­höfn­ina verið jafn mik­il. Um 40.000 manns eru annað hvort á svæðinu eða í viðbragðsstöðu.

Sjálf at­höfn­in fer fram kl. 12 að staðar­tíma (kl. 17 að ís­lensk­um).

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert