Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Edward Kennedy hné niður þar sem hann sat kvöldverð til heiðurs Barack Obama, Bandaríkjaforseta, í Washinton í kvöld. Ekki hafa borist fréttir af líðan Kennedys, sem gekkst undir aðgerð og geislameðferð vegna heilaæxlis á síðasta ári.
Obama sagði að hugur hans væri hjá fjölskyldu þingmannsins.
Einnig bárust fréttir af því, að öldungadeildarþingmaðurinn Robert Bird hefði veikst meðan á kvöldverðinum stóð en skrifstofa hans sagði síðar að ekkert amaði að þingmanninum.
Orrin Hatch, öldungadeildarþingmaður, sagði að Kennedy hefði fengið flog og farið með sjúkrabíl á sjúkrahús.