Obama kemur í Hvíta húsið sem forseti

00:00
00:00

Barack Obama kom nú í kvöld í fyrsta skiptið í Hvíta húsið eft­ir að hann sór embættiseið sem for­seti Banda­ríkj­anna. Obama gekk hluta vega­lengd­ar­inn­ar frá þing­hús­inu, þar sem hann tók við embætt­inu, að Hvíta hús­inu. Síðar í kvöld mun Obama, ásamt Michelle konu sinni, sækja tíu dans­leiki, sem haldn­ir eru hon­um til heiðurs í Washingt­on.

Þúsund­ir manna stóðu meðfram veg­in­um í þeirri von að sjá 44. for­seta Banda­ríkj­anna og fögnuðu ákaft þegar Obama gekk fram­hjá og inn í Hvíta húsið.

For­set­inn mun fylgj­ast með skrúðgöngu, sem far­in er hon­um til heiðurs, frá palli sem reist­ur hef­ur verið fram­an við bygg­ing­una. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert