Atvinnuleysi í Bretlandi er nú 6,1% og hefur það ekki verið meira í áratug eða frá því í apríl árið 1999. Samkvæmt tölum sem birtar voru í dag eru 1,92 milljónir skráðar atvinnulausar í landinu í janúar. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.
Þá fjölgaði þeim sem eru á atvinnuleitarstyrk út 77. 900 í desember í 1,16 milljón í janúar.
225.000 manns bættust á atvinnuleysisskrá í Bretlandi á síðustu þremur mánuðum síðasta árs en það er 78.000 fleiri en á síðustu þremur mánuðum þar á undan.
Fleiri hafa ekki bæst á atvinnuleysisskrá í Bretlandi á sama tímabili frá því farið var að safna sambærilegum gögnum árið 1995.