Al-Qaedamenn létu lífið

Ljósmynd af netupptöku með ræðu Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda.
Ljósmynd af netupptöku með ræðu Osama bin Laden, leiðtoga al-Qaeda. Reuters

Liðsmenn al-Qaeda-hóps í Alsír lokuðu nýlega þjálfunarbúðum í fjöllum héraðsins Tizi Ouzu eftir að tilraun með sýklavopn misheppnaðist, segir í Aftenposten. Orðrómur er á kreiki um að 40 manns úr hópnum hafi týnt lífi.

 Blaðið vitnar í Washington Times sem segir að leyniþjónustumenn hafi hlerað bráðasamtal í síma milli leiðtoga hópsins og æðstu manna al-Qaeda einhvers staðar á landamærum Pakistans og Afganistans í upphafi mánaðarins.

 Einnig hafa birst fréttir af málinu í breskum blöðum. Daily Telegraph segir að mennirnir 40 hafi dáið úr pest eða Svartadauða sem felldi þriðjung Evrópumanna á 14. öld. Hafi al-Qaeda menn ætlað að nota pestarsýkla sem vopn í vestur-evrópskum borgum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert