Enginn sigur hjá Hamas?

Palestínsk kona sækir fatnað í rústirnar af húsi sínu í …
Palestínsk kona sækir fatnað í rústirnar af húsi sínu í Johr El-Deek á Gazasvæðinu í dag. Reuters

Fáir íbú­ar Gaza­borg­ar sáu ástæðu til að verða við ósk­um Ham­as-leiðtoga í gær um að taka þátt í úti­fundi til að fagna sigri yfir Ísra­el­um, að sögn frétta­manns BBC á svæðinu. Áður gátu Ham­as­menn auðveld­lega fengið tugþúsund­ir manna til að fara út á göt­urn­ar en nú mættu aðeins nokk­ur hundruð gall­h­arðir flokks­fé­lag­ar.

 Gang­an endaði við rúst­irn­ar af þing­húsi Gaza­spild­unn­ar en Ísra­el­ar sprengdu það í tætl­ur í upp­hafi árás­anna. Um 1300 Palestínu­menn féllu í árás­un­um og 13 Ísra­el­ar. Ham­as­menn segja þó að mun fleiri Ísra­el­ar hafi í reynd fallið. Einnig full­yrða þeir að aðeins 48 víga­menn úr röðum þeirra hafi verið meðal hinna 1300 föllnu en Ísra­el­ar segja hins veg­ar að um 500 víga­menn hafi fallið.

 Fréttamaður­inn seg­ir að sé tala Ham­as-manna rétt hljóti menn að spyrja hvort víga­menn þeirra  hafi raun­veru­lega reynt að berj­ast við ísra­elsku her­menn­ina. Hann seg­ir reynd­ar erfitt að finna menn sem raun­veru­lega geti sýnt fram á að þeir hafi bar­ist gegn árás­arliðinu.

Og hann ræðir við Yus­ef, bónda frá Jabaliya-svæðinu sem gerði sér bál úr göml­um eld­hús­skáp­um til að hlýja sér, Ísra­el­ar höfðu eyðilagt húsið hans. En hann kenndi ekki þeim ein­um um. ,,Ég áfell­ist bæði Ísra­ela og Ham­as. Ég vil bara fá að lifa."

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert