Hamas hótar Shalit

Palestínumenn veifa fána Hamas-samtakanna við húsarústir í Jebaliya, á norðanverðu …
Palestínumenn veifa fána Hamas-samtakanna við húsarústir í Jebaliya, á norðanverðu Gasasvæðinu. AP

Greint er frá því í arabíska blaðinu Al-Sharq al-Awsat í dag að palestínsku Hamas samtökin hafi tekið af lífi þá Palestínumenn sem uppvísir hafi orðið að því að vinna með Ísraelum á meðan á hernaðaraðgerðum þeirra á Gasasvæðinu stóð. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Þá er haft er eftir Moussa Abu Marzouk, einum af leiðtogum samtakanna, í blaðinu að mennirnir hafi m.a. merkt skotmörk inn á kort fyrir Ísraelsher.  

Einnig segir hann að Ísraelar verði að íhuga áhrif hernaðaraðgerðanna á örlög ísraelska hermannsins Gilad Shalit, sem verið hefur í haldi herskárra Palestínumanna frá því í júní árið 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka