Klæðnaður Michelle Obama umdeildur

Barack og Michelle Obama koma til embættistökunnar í gær
Barack og Michelle Obama koma til embættistökunnar í gær AP

Skiptar skoðanir eru á kjólnum sem Michelle Obama, eiginkona Baracks Obama forseta Bandaríkjanna, klæddist við embættistöku eiginmanns síns í gær en mikið er fjallað um klæðnað hennar í fjölmiðlum víða um heim. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Hamish Bowles, yfirritstjóri Vogue tímaritsins í Evrópu segir klæðnað hennar hafa verið viðeigandi, glæsilegan og virðulegan".  

Ritstjóri tískublaðsins Grazia UK er þó ekki á sama máli. Segir hann efni kjólsins og kápunnar sem hún klæddist hafa verið þungt og litinn leiðinlegan. Aðrir benda á að guli liturinn sé tákn vonar og nýjunga og að hún hafi sýnt þor með því að velja lítt þekktan hönnuð. 

Hönnuðurinn Isabel Toledo, segist hafa reynt að fanga bjartsýni og hamingju við hönnun klæðnaðarins. 

Mikið var rætt um klæðnað Micelle á kosninganóttina og voru skoðanir á kjólnum sem hún klæddist þá einnig mjög skiptar.

Barack og Michelle Obama á hátíðardansleik í tilefni embættistökinnar í …
Barack og Michelle Obama á hátíðardansleik í tilefni embættistökinnar í gær. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert