Lifðu á fuglaælu í kæliboxi

00:00
00:00

Tveir karl­ar sem voru á hafi úti í 25 daga ofan í stóru kæli­boxi segja að regn­vatn og fugla­æla hafi halið þeim á lífi. Menn­irn­ir sem eru tald­ir vera frá Búrma lentu í hremm­ing­um þegar fisk­veiðibát­ur þeirra bilaði í vondu veðri þann 23. des­em­ber. Þeim var bjargað við strend­ur Ástr­al­íu og eru nú í yf­ir­heyrsl­um hjá inn­flytj­enda­eft­ir­lit­inu.

Það þykir með ólík­ind­um að menn­irn­ir hafi lifað af í svo lang­an tíma, langt á hafi úti og um­kringd­ir hákörl­um. „Við höfðum ekk­ert að borða í 10 daga. Svo komu tveir sjó­fugl­ar og ældu fiski á okk­ur, sex eða sjö smá­fisk­um og það var allt og sumt,“sögðu menn­irn­ir sem eru 22 og 24 ára.  Þeir segja að 18 fé­lag­ar þeirra frá Taílandi og Búrma hafi lát­ist þegar bát­ur­inn þeirra sökk. Lækn­ar eru full­ir efa­semda um að þeir hafi getað lifað svo lengi án ferskvatns en þeir voru við nokkuð góða heilsu.

Karlarnir í kæliboxinu
Karl­arn­ir í kæli­box­inu HO
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert