Lýsir yfir sigri Hamas

Khaled Meshaal.
Khaled Meshaal. Reuters

Khaled Meshaal, einn leiðtoga Hamas, segir að samtökin hafi unnið sigur í stríðinu við Ísrael á Gaza. Meshaal, sem er nú í útlegð í höfuðborg Sýrlands, Damaskus, segir að „sigur“ Hamas væri vendipunktur í átökum við Ísraela.

Hamas, sem stjórna á Gaza, lýstu yfir vopnahléi skömmu eftir að Ísraelar gerðu slíkt hið sama.

Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísrael, hefur einnig lýst yfir sigri.

„Við unnum stóran sigur,“ sagði Barak í samtali við ísraelska sjónvarpsstöð í dag. „Hamas varð fyrir meira áfalli en þeir áttu nokkurn tíma von á, og þeir munu nú halda sig til hlés í talsvert langan tíma.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert