Barack Obama mun hefja afskipti sín af stríðsrekstri Bandaríkjanna fyrsta dag sinn í embætti. Hann mun hitta háttsetta hernaðar- og varnarmálasérfræðinga í Hvíta húsinu í dag þar sem búist er við að áherslubreytingar verði í hernaðinum í Írak og Afganistan.
Að sögn embættismanna mun Obama halda fund um gervihnött með meðlimum þjóðaröryggisráðsins auk yfirmanna bandaríska hersins í Írak og Afganistan. Obama hefur sagt að hann vilji draga bardagalið út úr Írak innan 16 mánaða auk þess að herða tökin í Afganistan. „Við munum byrja að yfirgefa Írak á ábyrgan hátt með því að skilja landið eftir í höndum fólksins og knýja fram verðskuldaðan frið í Afganistan,“ sagði Obama m.a. í ræðu sinni er hann tók við embætti forseta í gær.