Obama setur þrýstihópum stólinn fyrir dyrnar

Barack Obama, sem tók við embætti Bandaríkjaforseta í gær, setti í dag nýjar reglur sem takmarkar verulega aðgang fulltrúa þrýstihópa af ýmsu tagi að Hvíta húsinu. Er starfsfólki forsetans og öðrum embættismönnum einnig bannað að þiggja gjafir frá þrýstihópum.

„Á meðan við erum gæslumenn trausts almennings megum við aldrei gleyma því, að við erum hér til að þjóna almenningi og almannaþjónusta er sérréttindi," sagði Obama áður en nýir starfsmenn Hvíta hússins sóru hollustueið. 

Hann sagði, að starfsfólkið mætti ekki reyna að vinna að eigin sérhagsmunum, sérhagsmunum vina sinna eða fyrirtækja sem það tengdust.  Þá snérist starf fólksins ekki um að vinna að framgangi hugmyndafræði eða sérhagsmunum samtaka.

Þess vegna hefðu í dag verið settar strangari reglur um störf svonefnda lobbýista í Hvíta húsinu en áður hefðu þekkst. Einnig hefði verið lagt bann við því að þiggja gjafir frá slíkum aðilum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka