Obama stöðvar Guantánamoréttarhöld

00:00
00:00

Barack Obama hafði ekki verið lengi í embætti Banda­ríkja­for­seta þegar hann skipaði sak­sókn­ur­um að leita eft­ir hléi í öll­um þeim rétt­ar­höld­um, sem standa yfir í fanga­búðunum við Guanta­ánamoflóa á Kúbu.  

Her­dóm­ar­ar taka ákvörðun um beiðni Obama í dag en hún myndi hafa áhrif á rétt­ar­höld yfir fimm föng­um grunuðum um aðild að hryðju­verka­árás­un­um á Banda­rík­in árið 2001. Einnig hef­ur þetta áhrif á mál síðasta Vest­ur­landa­bú­ans í fanga­búðunum, en hann er ákærður fyr­ir að verða banda­rísk­um her­manni að bana með hand­sprengju í Af­gan­ist­an. 

Obama hef­ur heitið því að loka Guantánamo­búðunum. Frest­un rétt­ar­hald­anna ger­ir for­set­an­um og stjórn hans kleift að fara yfir störf her­ráðsins, sem séð hef­ur um mála­rekst­ur tengd­an búðunum og þau mál, sem þar eru til meðferðar. Gert er ráð fyr­ir að mál­un­um verði frestað til 20. maí.

Rík­is­stjórn Geor­ges W. Bush, fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta, setti á fót sér­staka her­rétti árið 2006 til að fjalla um mál fanga í Guantánamo. 21 fangi hef­ur verið ákærður og 14 til viðbót­ar hafa komið fyr­ir dóm­ara. Alls eru 245 fang­ar í búðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka