Geithner fær staðfestingu

Timothy Geithner á fundi fjárlaganefndarinnar í gær.
Timothy Geithner á fundi fjárlaganefndarinnar í gær. Reuters

Fjár­laga­nefnd öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings samþykkti að staðfesta út­nefn­ingu Timot­hy Geit­hner í embætti fjár­málaráðherra lands­ins þótt Geit­hner hefði viður­kennt mis­tök við skatt­fram­töl á árum áður. Öld­unga­deild­in mun nú greiða at­kvæði um Geit­hner.

Fjár­laga­nefnd­in samþykkti með 18 at­kvæðum gegn 5 að senda málið til öld­unga­deild­ar­inn­ar. Barack Obama von­ast til að af­greiðsla máls­ins taki ekki lang­an tíma svo Geit­hner geti strax haf­ist handa við að skipu­leggja end­ur­reisn banda­ríska efna­hags­lífs­ins.

Geit­hner kom fyr­ir nefnd­ina í gær og baðst þá af­sök­un­ar á kæru­leys­is­leg­um mis­tök­um, sem hann hefði gert og leiddu til þess að hann greiddi ekki 34 þúsund dali í skatta fyr­ir nokkr­um árum þegar hann starfaði hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert