Einn af helstu leiðtogum hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda hefur sent frá sér myndskeið þar sem hann hótar árásum á Bretland og fleiri vestræn ríki í hefndarskyni fyrir árásir Ísraelsmanna á Gasasvæðið.
Abu Yahya al-Libi tilheyrir samtökum, sem stóðu að hryðjuverkaárásunum á neðanjarðarlestarkerfi Lundúna árið 2005. Í myndskeiðinu kennir hann breskum stórnvöldum um stofnun Ísraelsríkis árið 1948 og segir að Bretar geti búist við hefndaraðgerðum fyrir útrýmingarherferð Ísraelsmanna á Gasa.