Barak Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað lokun Guantanamo-fangabúðanna í herstöð Bandaríkjamanna á Kúbu. Jafnframt hefur stjórn hans bannað hrottafengnar aðferðir við yfirheyrslur og krafist þess að farið verði að ákvæðum Genfar-sáttmálans.
Ákvörðunin um Guantanomo-fangabúðirnar var tilkynnt þegar Hillary Clinton hóf störf sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Fangabúðirnar í herstöð Bandaríkjahers við Guantanamoflóa hafa verið notaðar til að geyma og yfirheyra menn sem Bandaríkjamenn hafa tekið í svokölluðu stríði við hryðjuverkaógnina sem stjórn George W. Bush, fyrrverandi forseta, lýsti yfir. Þar eru enn 240 grunaðir hryðjuverkamenn. Búðirnar hafa orðið tákn fyrir gagnrýni á hryðjuverkastríð Bush-stjórnarinnar.
Ekki hefur verið gefið út hvað verður um fangana, hvort þeim verði sleppt, réttað yfir þeim eða þeir færðir annað.