Fuglaflensa í Nepal

Nepal er vinsæll áfangastaður margra göngu- og fjallgöngumanna.
Nepal er vinsæll áfangastaður margra göngu- og fjallgöngumanna. DESMOND BOYLAN

Fuglaflensu hef­ur orðið vart í Nepal í fyrsta sinn, að sögn þarlendra emb­ætt­is­manna.  Búið er að slátra meira en 23 þúsund hænsn­fugl­um og önd­um í suðaust­ur­hluta lands­ins.

Nepal bannaði inn­flutn­ing hænsn­fugla frá Indlandi í fyrra eft­ir að mörg til­felli fuglaflensu fund­ust þar. Hænsn­um er engu að síður smyglað yfir landa­mær­in. Hari­h­ar Dahal, talsmaður land­búnaðarráðuneyt­is Nepal, seg­ir að eng­ir menn hafi smit­ast þar af fuglaflensu svo vitað sé.

Fugla­lflensu­veir­an H5N1 fannst í kjúk­ling­um ná­lægt bæn­um Kaka­dbhitta, sem er um 400 km suður af höfuðborg­inni Kat­mandu. Dahal sagði að emb­ætt­is­menn hafi þegar látið sláta fugl­um sem tal­in var hætta á að hefðu smit­ast.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Alþjóða heil­brigðismála­stofn­un­inni (WHO) hafa 251 manns dáið af völd­um fuglaflensu frá ár­inu 2003. Ótt­ast er að fuglaflensu­veir­an kunni að stökk­breyt­ast þannig að menn verði mót­tæki­legri fyr­ir henni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert