Fuglaflensa í Nepal

Nepal er vinsæll áfangastaður margra göngu- og fjallgöngumanna.
Nepal er vinsæll áfangastaður margra göngu- og fjallgöngumanna. DESMOND BOYLAN

Fuglaflensu hefur orðið vart í Nepal í fyrsta sinn, að sögn þarlendra embættismanna.  Búið er að slátra meira en 23 þúsund hænsnfuglum og öndum í suðausturhluta landsins.

Nepal bannaði innflutning hænsnfugla frá Indlandi í fyrra eftir að mörg tilfelli fuglaflensu fundust þar. Hænsnum er engu að síður smyglað yfir landamærin. Harihar Dahal, talsmaður landbúnaðarráðuneytis Nepal, segir að engir menn hafi smitast þar af fuglaflensu svo vitað sé.

Fuglalflensuveiran H5N1 fannst í kjúklingum nálægt bænum Kakadbhitta, sem er um 400 km suður af höfuðborginni Katmandu. Dahal sagði að embættismenn hafi þegar látið sláta fuglum sem talin var hætta á að hefðu smitast.

Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) hafa 251 manns dáið af völdum fuglaflensu frá árinu 2003. Óttast er að fuglaflensuveiran kunni að stökkbreytast þannig að menn verði móttækilegri fyrir henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert