Hamas gefa íbúum peninga

Mikil eyðilegging er á Gaza.
Mikil eyðilegging er á Gaza. Reuters

Ham­as-leiðtog­ar af­hentu konu á Gaza-svæðinu, sem hafði misst hús sitt í árás­um Ísra­ela, 500 Banda­ríkja­dali í dag og er það fyrsta greiðslan af fleir­um sem sam­tök­in hafa lofað íbú­um svæðis­ins til end­urupp­bygg­ing­ar og nauðþurfta. „Við erum við stjórn og við höfðum bet­ur,“ hafði AP frétta­stof­an eft­ir Ham­as-leiðtog­an­um Mus­hir al-Masri fyrr í vik­unni.

Ham­as-sam­tök­in hafa lofað að veita 52 millj­ón­um doll­ara til fórn­ar­lamba átak­anna og hef­ur upp­hæðinni verið skipt upp eft­ir þörf­um. 1,300 doll­ar­ar verði veitt­ir þeim sem hafa misst ein­hvern úr fjöl­skyld­unni. 650 doll­ar­ar fyr­ir þá sem hafa særst, 5,200 doll­ar­ar fyr­ir eyðilagt hús og 2,600 doll­ar­ar fyr­ir hús sem hef­ur orðið fyr­ir tjóni.

Meira en 4,000 hús eyðilögðust í spreng­ing­un­um og 20,000 urðu fyr­ir skemmd­um. Ham­as þyrfti því risa­fjár­hæðir til að fjár­magna end­urupp­bygg­ing­una en talið er að 2 millj­arða Banda­ríkja­dala þurfi til verks­ins. Alþjóðasam­fé­lagið hef­ur hins­veg­ar hingað til neitað því að gefa fjár­magn beint til sam­tak­anna.

Íbúar á Gaza virðast fylkja sér að baki Ham­as, sam­einaðir í hatri sínu á Ísra­el, þó að einnig heyr­ist gagn­rýniradd­ir. „Ham­as voru þeir einu sem börðust við Ísra­ela,“ hef­ur AP eft­ir Sam­ir Summad, 66 ára sem missti fjög­urra hæða hús sitt í síðustu viku í spreng­ingu sem varð Said Siam, ein­um leiðtoga Ham­as að bana.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert