Liðsmenn Fatah hreyfingar Palestínumanna staðhæfa að liðsmenn Hamas samtakanna hafi drepið tíu liðsmenn Fatah á Gasasvæðinu frá því hernaðaraðgerðir Ísraela þar hófust. Þá segja þeir hundruð manna vera sára eftir árásir Hamas-liða sem m.a. hafi skotið menn vísvitandi í fæturna. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.
„Þegar stríðið hófst, sórum við að sjá tilhneigingu til þess innan Hamas að ráðast á liðsmenn okkar,” segir liðsmaður Fatah.
„Þeir óttuðust að við myndum nýta okkur stríðið og voru stöðugt að tala um hættu sem kæmi innan frá. Það mátti heyra þá segja að þeir stæðu í baráttu á tveimur vígstöðvum, gegn Ísraelum og gegn Fatah. Þeir ýttu stöðugt undir spennuna og sögðu að þúsundir liðsmanna Fatah hefðu í hyggju að koma frá Egyptalandi og berjast gegn þeim, sem er alrangt.”