Búist er við að þúsundir manna muni koman saman utan við skrifstofur breska ríkisútvarpsins BBC í Lundúnum í dag til að mótmæla ákvörðun stofnunarinnar um að senda ekki út ávarp góðgerðarsamtaka þar sem hvatt er til fjársöfnunar fyrir íbúða á Gasasvæðinu.
BBC segir hættu á að ef þessu ávarpi verði útvarpað kunni það að grafa undan hlutleysi stofnunarinnar. Einnig séu efasemdir um að hægt verði að dreifa hjálpargögnum á Gasa með skilvirkum hætti.
Bresk stjórnvöld hafa hins vegar gagnrýnt ákvörðunina harðlega og það sama hafa hagsmunahópar múslima gert.