Sinnti bara mínu starfi

Þúsundir hylltu flugstjórann Sullenberger
Þúsundir hylltu flugstjórann Sullenberger AP

Chesley Sullenberger, flugstjóri þotunnar sem nauðlenti á Hudson ánni fyrr í mánuðinum, segist aðeins hafa sinnt því starfi sem honum var greitt fyrir að sinna. Þúsundir fögnuðu Sullenberger sem þjóðhetju í heimaslóðum í Danville, úthverfi San Fransisco í gær.

Þúsundir manna komu saman til að fagna afreki Sullenbergers í heimabæ hans í gær. Sullenberger var hógvær og sagði að örlögin hefðu hagað því þannig að hann flaug með reynsluboltum daginn örlagaríka.

„Við vorum einfaldlega að vinna vinnuna okkar, sinna því sem okkur er greitt fyrir,“ sagði Sullenberger í stuttu ávarpi til fjöldans en sérstök hátíð var haldin honum til heiðurs í gær.

Sullenberger þykir hafa unnið einstakt afrek þegar hann nauðlenti Airbus A320 vél US Airways með 155 manns innanborðs, 16 janúar á Hudson ánni skömmu eftir flugtak. Fullvíst þykir að gæsager hafi sogast inn í hreyfla vélarinnar og drepið á þeim.

Allir komust lífs af en einhverjir slösuðust lítillega.

Chesley Sullenberger og kona hans, Lorrie við athöfnina sem haldin …
Chesley Sullenberger og kona hans, Lorrie við athöfnina sem haldin var Sullenberger til heiðurs í gær. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert