Ár vinnusemi að ganga í garð

Barn horfir á rauða lampa sem notaðir eru til nýársskreytinga …
Barn horfir á rauða lampa sem notaðir eru til nýársskreytinga í Kína. AP

Millj­ón­ir Kín­verja um all­an heim fagna nú kín­verska ný­ár­inu en ár ux­ans geng­ur form­lega í garð á miðviku­dag. Víða hef­ur fólk fagnað ár­inu í hof­um auk þess sem haldn­ar hafa verið veisl­ur og flug­elda­sýn­ing­ar. Þetta kem­ur fram á frétta­vef BBC. 

Frétta­skýrend­ur segja þó að ný­árs­gleðin sé greini­lega minni nú en á und­an­förn­um árum enda hafi fólk áhyggj­ur af efna­hagskrepp­unni. Þá er ár ux­ans al­mennt talið ár yf­ir­veg­un­ar, þolgæðis og vinnu­semi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka