Ár vinnusemi að ganga í garð

Barn horfir á rauða lampa sem notaðir eru til nýársskreytinga …
Barn horfir á rauða lampa sem notaðir eru til nýársskreytinga í Kína. AP

Milljónir Kínverja um allan heim fagna nú kínverska nýárinu en ár uxans gengur formlega í garð á miðvikudag. Víða hefur fólk fagnað árinu í hofum auk þess sem haldnar hafa verið veislur og flugeldasýningar. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Fréttaskýrendur segja þó að nýársgleðin sé greinilega minni nú en á undanförnum árum enda hafi fólk áhyggjur af efnahagskreppunni. Þá er ár uxans almennt talið ár yfirvegunar, þolgæðis og vinnusemi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert