Dó úr kulda heima hjá sér

93 ára Banda­ríkjamaður dó úr kulda á heim­ili sínu í Michigan ríki í Banda­ríkj­un­um fyr­ir nokkr­um dög­um. Krufn­ing leiddi þetta í ljós, en maður­inn lést fá­ein­um dög­um eft­ir að borg­ar­yf­ir­völd létu minnka streymi raf­magns inn í húsið vegna þess hve maður­inn skuldaði raf­magnsveit­unni mikið.

Maður­inn, Mar­vin E. Sch­ur, hlaut „hæg­an, kvala­full­an dauðdaga“ að sögn sér­fræðings sem krufði líkið.

Ná­grann­ar Sch­ur komu að hon­um látn­um 17. janú­ar síðastliðinn. Hiti í húsi hans var þá við frost­mark, að þeirra sögn, sem vitnað er til í blaðinu The Bay City Times í dag.

Sch­ur var barn­laus en eig­in­kona hans lést fyr­ir nokkr­um árum. Hann átti ógreidda raf­magns­reikn­inga uppá um það bil 1.100 doll­ara að sögn eins ná­granna hans.

Þann 13. janú­ar sl. komu menn á veg­um raf­veit­unn­ar upp tæki utan við hús Sch­ur í þeim til­gangi að tak­marka hve mikið raf­magn væri hægt að nota í hús­inu. Það virk­ar þannig að ef notk­un fer upp fyr­ir ákveðið magn slær raf­magnið út. Fram kom í dag að óljóst er hvort ein­hver kenndi Sch­ur hvernig ætti að koma raf­magni á aft­ur ef ör­yggi slær út vegna þessa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert