Alþjóðahvalveiðiráðið gefur eftir

Alþjóðahvalveiðiráðiðið íhugar að leyfa Japönum að veiða hvali í grennd við Japan gegn því að þeir dragi úr hvalveiðum við Suðurskautið.

Samkvæmt reglum Alþjóðahvalveiðiráðsins má drepa hvali í rannsóknarskyni en ekki í söluskyni. Selja má kjöt hvalanna að rannsóknum loknum. Sumir andstæðingar hvalveiða telja að rannsóknarleiðangrar Japana séu yfirvarp fyrir hvalveiðar í söluskyni en það var bannað árið 1986. Japanir halda því hinsvegar statt og stöðugt fram að hvalveiðar þeirra séu aðeins í rannsóknarskyni.

Utanríkisráðherra Ástralíu hefur staðfest að hans ríkisstjórn sé þátttakandi í þessum viðræðum við Japani. Hann bætti hinsvegar við að Ástralía væri langt frá því að sátt við áætlunina. „Okkar langtímamarkmið er að Japanir hætti alveg öllum hvalveiðum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert