Annan: Kreppa í alþjóðastjórnmálum

Kofi Annan, fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ávarpaði alþjóðaráðstefnuna World Economic …
Kofi Annan, fyrrum framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ávarpaði alþjóðaráðstefnuna World Economic Forum í Davos í Sviss í dag AP

Efnahagskreppan hefur leitt til kreppu í alþjóðastjórnmálum, sem einungis er hægt að leysa með umfangsmiklum breytingum á stjórn og uppbyggingu Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram á  máli Kofi Annan, fyrrum framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á alþjóðaráðstefnunni World Economic Forum í Davos í Sviss í dag.

„Núverandi fyrirkomulag í stjórn alþjóðasamskipta er gallað og þarf á viðgerð að halda,” sagði Annan við upphaf ráðstefnunnar. „Það eru stórir nýir aðilar komnir fram og það þarf að skapa rúm fyrir þá og rödd þeirra.”

Þá sagði hann ekki ásættanlegt að Bandaríkjamenn, Bretar, Frakkar, Kínverjar og Rússar hafi áfram neitunarvald í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á grundvelli þess að þeir hafi sigrað í síðari heimsstyrjöldinni fyrir sextíu árum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert