Hamas gagnrýnd fyrir að nota óbreytta borgara

Maður kemur út úr verslum sem útbýr veggmyndir af föllnum …
Maður kemur út úr verslum sem útbýr veggmyndir af föllnum Palestínumönnum AP

John Holmes, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur gagnrýnt palestínsku Hamas samtökin fyrir að nota óbreytta borgara með kaldranalegum hætti í nýafstöðnum átökum á Gasasvæðinu. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Holmes gagnrýnir samtökin bæði fyrir að stunda hernað meðal óbreyttara borgara á Gasasvæðinu og gera þá þannig að skotmörkum og fyrir að skjóta flugskeytum á borgarleg skotmörk í Ísrael. 

Palestínumenn segja rúmlega 1.200 Palestínumenn hafa látið lífið í þriggja vikna hernaðaraðgerðum Ísraela á svæðinu, þar af um 50 sem leitað höfðu skjóls í skólum Sameinuðu þjóðanna. Þrettán Ísraelar létu lífið í átökunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert