John Holmes, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur gagnrýnt palestínsku Hamas samtökin fyrir að nota óbreytta borgara með kaldranalegum hætti í nýafstöðnum átökum á Gasasvæðinu. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.
Holmes gagnrýnir samtökin bæði fyrir að stunda hernað meðal óbreyttara borgara á Gasasvæðinu og gera þá þannig að skotmörkum og fyrir að skjóta flugskeytum á borgarleg skotmörk í Ísrael.
Palestínumenn segja rúmlega 1.200 Palestínumenn hafa látið lífið í þriggja vikna hernaðaraðgerðum Ísraela á svæðinu, þar af um 50 sem leitað höfðu skjóls í skólum Sameinuðu þjóðanna. Þrettán Ísraelar létu lífið í átökunum.