Safnað fyrir leigumorðingja

Evo Morales
Evo Morales Reuters

Vefurinn Facebook fjarlægði í dag síðu sem hvatti til fjáröflunar svo hægt yrði að ráða leigumorðingja til að myrða Evo Morales, forseta Bólivíu. Síðan, sem var á spænsku og var stofnuð í ágúst, hún hafði 8,069 meðlimi nefndist „Alheimssöfnun til að ráða leigumorðingja til að myrða Evo Morales.“

Hony Pierola, sem er tvítugur bólívíumaður, hefur neitað því að hafa haft illt í hyggju með stofnun síðunnar. Hann sagðist hafa stofnað hana til gamans og haldið að uppátækið væri of heimskulegt til að einhver tæki mark á því. Þrátt fyrir það voru margar af 497 athugasemdum á síðunni hatursfullar. Í einni þeirra var lagt til að Morales „yrði pyntaður og látinn kveljast, eins og hann gerir óbeint við marga Bólivíumenn.“

Evo Morales er fyrsti forseti landsins af indjánaættum og hefur valdið nokkurri sundrung í landinu með vinstristjórn sinni. Á sunnudag var samþykkt ný stjórnarskrá í Bólivíu sem mun styrkja stöðu stjórnarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert