Fjölmenn mótmæli í Frakklandi

Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman á götum úti í Frakklandi til að mótmæla því hvernig frönsk stjórnvöld hafa brugðist við og tekið á efnahagsástandinu í kjölfar kreppunnar. Mótmælin hafa truflað lestar- og flugsamgöngur.

Forseti stærsta stéttarfélags Frakklands segir að um ein milljón verkamanna hafi tekið þátt í mótmælunum og krafist þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að sporna við atvinnuleysi og launaskerðingu.

Þrátt fyrir að meirihluti almennings styðji mótmælendur þá virðist sem svo að mótmælin hafi ekki haft jafn lamandi áhrif á samfélagið og stéttarfélögin höfðu spáð.

Þau trufluðu hins vegar lestarsamgöngu í og við París og þá varð að aflýsa um þriðjungi allra flugferða frá Orly-flugvelli.

Mótmælt á götum Parísar í dag.
Mótmælt á götum Parísar í dag. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert