Alþjóðabankinn og AGS úreltir?

Gordon Brown talar á fundi World Economic Forum í dag
Gordon Brown talar á fundi World Economic Forum í dag DENIS BALIBOUSE

Gor­don Brown for­sæt­is­ráðherra Bret­lands sagði í viðtali á fundi Alþjóðaefna­hags­ráðsins (World Economic For­um) í dag að leiðtog­ar heims­ins þyrftu í sam­ein­ingu að gera end­ur­bæt­ur á alþjóðleg­um fjár­mála­stofn­un­um til að koma í veg fyr­ir að þær aðstæður sem leiddu til heimskrepp­unn­ar nú geti end­ur­tekið sig.

Hann sagði að leiðtog­ar heims­ins myndu bregðast ef þeir nýttu ekki krepp­una nú til að byggja upp um­hverf­i­s­vænna, sta­f­rænna og hæf­ara efna­hags­um­hverfi. „Við þurf­um að vera miklu djarf­ari og miklu hug­mynda­rík­ari,“ sagði Brown. „Við vilj­um skapa gott alþjóðasam­fé­lag, en þá þurf­um við að hafa alþjóðleg­ar stofn­an­ir sem virka og vanda­málið er það að stofn­an­irn­ar sem við kom­um á fót fyr­ir 60 árum eru orðnar úr­elt­ar.“

Brown sagði að rík­is­stjórn­ir heims­ins þyrftu nú að eiga við fyrstu efna­hagskrís­una á tím­um hnatt­væðing­ar. „Það eru eng­ar skýr­ar leiðir frá fyrri reynslu um hvernig er best að eiga við þetta. Við erum núna að læra um ný vanda­mál sem hafa eng­ar sögu­leg­ar hliðstæður til að miða við.“ Hann sagði nauðsyn­legt að end­ur­reisa traust á fjár­mála­kerf­inu og tók und­ir hug­mynd­ir Ang­elu Merkel um að stofna þyrfti alþjóðlegt reglu­verk sem hefði taum­hald á „skamm­tíma ábyrgðarleysi, áhættu­sækni og óhófi.“

Hann sagði nauðsyn­legt að þjóðir heims­ins sam­ræmdu aðgerðir sín­ar til að koma bönk­un­um aft­ur á ról og varaði við því að þverr­andi láns­traust og fjár­fest­ing­ar bitnuðu á þró­un­ar­lönd­un­um. „Þau lönd sem munu fara verst út úr því ef við beit­um okk­ur ekki eru fá­tæk­ustu lönd­in. Þau verða svipt fjár­magni og eng­inn verður til­bú­inn að fjár­festa í þeim.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert